

,,Segi nú ekki að þetta hafi verið þægilegur leikur í kvöld. Við töluðum um það í hálfleik að vera tvö - núll yfir var svona pínu þægilegt," sagði Þorlákur Árnason þjálfari Stjörnunar eftir sigur á Val í Borgunarbikarnum í kvöld.
,,Það er nú starf þjálfarans að hafa áhyggjur, það er miklu skemmtilegra að vera áhorfandi eða fréttamaður í þessu en maður hefur alltaf áhyggjur.
Við erum með ofboðslega góða varnarmenn og líka miðjumenn sem verjast vel og við erum bara með gott lið og erum bara að sýna það enn og einu sinni. Hingað til hefur það verið erfitt að vinna okkur en Valsliðið er gríðarlega sterkt og fyrir þennan leik var maður að hugsa ,,er þetta leikur þar sem kemur að því" "
Nánar er rætt við Þorlák í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir