Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Enski boltinn - Stór frumraun, Púlarar í skýjunum og meistarar í dimmum dal
Útvarpsþátturinn - Ísland, fréttaflóð úr Bestu og Viktor Örn
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Fylkir vs MBL
Innkastið - Eigum að gera okkur vonir um HM 2026
Tveggja Turna Tal - Nik Chamberlain
Útvarpsþátturinn - Máni fer um víðan völl
Frá Akranesi til Gana: Fer aftur með fótboltabúnað fyrir jólin
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Víkingur vs Íþróttavikan
Hugarburðarbolti GW12 Man City tapaði fjórða leiknum í röð!
Enski boltinn - Liverpool er bara besta lið Evrópu
Tveggja Turna Tal - Jóhann Birnir Guðmundsson
Útvarpsþátturinn - Kári Árna, Evrópuvelgengni Víkings og landsliðið
Fékk traustið áfram og gerði KA að bikarmeisturum
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Breiðablik vs Þungavigtin
Hugarburðarbolti - Liverpool aftur á toppinn!
Enski boltinn - Liverpool á toppnum og velkominn Amorim
Rólegi stríðsmaðurinn sem aldrei vék frá Stjörnunni
Tveggja Turna Tal - Haraldur Árni Hróðmarsson
Útvarpsþátturinn - Besta, Valur og Amorim tekur við
Halldór Árnason - Íslandsmeistari í fyrstu tilraun
banner
   lau 28. júní 2014 14:03
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Daði Bergs: Vildi sýna mig í Val í stað akademíuþvælu
Daði Bergsson  er orðinn leikmaður Vals.
Daði Bergsson er orðinn leikmaður Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði í leik með U19 ára landsliðinu fyrr á árinu.
Daði í leik með U19 ára landsliðinu fyrr á árinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég hef alltaf verið mikill Þróttari og hjartað liggur þar en stefnan mín er að komast sem fyrst út og því var ekki besti kostur að fara í 1. deildina.''
,,Ég hef alltaf verið mikill Þróttari og hjartað liggur þar en stefnan mín er að komast sem fyrst út og því var ekki besti kostur að fara í 1. deildina.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Bergsson er genginn til liðs við Pepsi-deildar lið Val en hann kemur til félagsins frá NEC í Hollandi. Hann ræddi við útvarpsþáttinn Fótbolta.net í dag um félagaskiptin og upptökuna má heyra í spilaranum að ofan.

,,Ég kem heim í sumarfrí eftir slakt gengi seinasta tímabil. Ég var í unglingaliðinu þar sem við urðum meistarar en það var önnur saga hjá aðalliðinu sem féll," sagði Daði við Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolta.net í dag.

,,Við vorum að búast við að fá að spila í hollensku 1. deildinni á næsta tímabili en stefna félagsins varð að losa sig við alla útlendinga. Við vorum því miður hluti af þeim svo það var gert samkomulag um starfslok. Þá var spurning að finna sér nýtt félag og mér fannst besti kosturinn að koma aftur í Pepsi deildina og sýna sig þar í stað þess að festa sig í akademíuþvælu," hélt Daði áfram.

Valur tilkynnti í morgun að Daði væri kominn til liðs við félagið en var það hans eini kostur?

,,Það voru nokkur félög í Pepsi-deildinni sem komu til greina en Valsmenn fóru af krafti í þetta og voru áhugasamir. Mér fannst það góður kostur, þegar félag sýnir góðan áhuga og að þeir virkilega vilja mig. Ég leit á sem ég fái að spila mikið þar og þetta er gott lið. Valur var sterkur kostur," sagði Daði en telur hann sig hafa gæðin fyrir Pepsi-deildina?

,,Það verður að koma í ljós núna, ég ætla ekki að ofpeppa mig neitt. sjáum til ég hef ekki spilað fullorðnisbolta lengi sjáum hvernig gengur. Ég byrjaði að æfa með Val á mánudaginn svo þetta hefur þróast hratt."

Adam Örn Arnarson var með Daða hjá NEC í Hollandi og er á heimleið líka. En veit Daði hvert hann mun fara?

,,Ég get ekki alveg sagt um það hann er helvíti þögull eins og með stelpumálin alltaf. Þar sem hann er mikill Blikarunkari hef ég trú á að hann fari þangað. Við skulum bara sjá til," sagði Daði.

Hann hafði leikið allan sinn feril með Þrótti þegar hann fór utan í janúar í fyrra en kom ekki til greina að fara þangað?

,,Ég hef alltaf verið mikill Þróttari og hjartað liggur þar en stefnan mín er að komast sem fyrst út og því var ekki besti kostur að fara í 1. deildina," sagði Daði.

,,Ég sem til tveggja og hálfs árs við Val. Þetta tímabil og næstu tvö. Ég sé hvernig gengur þetta hálfa tímabil og vonandi kemst ég út sem fyrst. Ég verð bara að sjá til og vera þolinmóður."
Athugasemdir
banner
banner
banner