Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 28. júní 2022 09:11
Elvar Geir Magnússon
Boehly ræðir við City um Sterling - Jesus í læknisskoðun hjá Arsenal
Powerade
Sterling færist nær Chelsea.
Sterling færist nær Chelsea.
Mynd: Getty Images
Gabriel Jesus nálgast Arsenal.
Gabriel Jesus nálgast Arsenal.
Mynd: Getty Images
Real Madrid reynir við Bellingham næsta sumar.
Real Madrid reynir við Bellingham næsta sumar.
Mynd: EPA
Antony er orðaður við Man Utd.
Antony er orðaður við Man Utd.
Mynd: EPA
Suarez til River Plate í Argentínu?
Suarez til River Plate í Argentínu?
Mynd: Getty Images
Sterling, Jesus, Richarlison, Gordon, Bellingham, Salah, Martínez, Dembele og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum og víðar.

Chelsea hefur stigið næsta skref í tilraunum sínum til að landa Raheem Sterling (27) frá Manchester City. Nýr eigandi Chelsea, Todd Boehly, hefur sett sig í samband við City. (BBC)

Eftir að hafa hafið viðræður við City þá hefur Chelsea einnig áhuga á varnarmanninum Nathan Ake (27) hjá Englandsmeisturnum. (Telegraph)

Allir í herbúðum West Ham eru samhljóma í því að Declan Rice (23) sé ekki á förum. Enski landsliðsmiðjumaðurinn á tvö ár eftir af samningi sínum og Hamrarnir eiga möguleika á framlengingu um eitt ár til viðbótar. (BBC)

Gabriel Jesus (25) fer í læknisskoðun hjá Arsenal í dag. Manchester City fær 45 milljónir punda fyrir brasilíska sóknarmanninn sem mun skrifa undir samning til 2027. (Fabrizio Romano)

Tottenham vill fá brasilíska framherjann Richarlison (25) og enska vængmanninn Anthony Gordon (21) frá Everton. Chelsea hefur einnig áhuga á Richarlison. (Sky Sports)

Everton vill ekki selja Gordon en samningur hans rennur út 2025. (Liverpool Echo)

Tottenham er líklegast til að landa franska varnarmanninum Clement Lenglet (27) frá Barcelona, þrátt fyrir áhuga frá Roma. (London Evening Standard)

Enski miðjumaðurinn Jude Bellingham (18) verður helsta skotmark Real Madrid næsta sumar. Spænska félagið mun fá samkeppni frá Chelsea og Liverpool. (AS)

Búist er við því að egypski framherjinn Mohamed Salah (30) yfirgefi Liverpool eftir eitt ár, á frjálsri sölu. Salah hefur skorað 156 mörk í 254 leikjum síðan hann gekk í raðir Liverpool 2017. (Mirror)

Arsenal hefur gert 35 milljóna punda tilboð í Lisandro Martínez (24), argentínska varnarmanninn hjá Ajax. Arsenal virðist vera að vinna kapphlaup við Manchester United um leikmanninn. (Mirror)

Það er engin pressa á Ajax að selja Martínez og Hollandsmeistararnir setja 45 milljóna punda verðmiða á hann. (Sun)

Manchester United vonast til að fá hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong (25) og danska miðjumanninn Christian Eriksen (30) og mun þá beina einbeitingu sinni að því að fá sóknarmann. Antony (22) hjá Ajax er þar efstur á blaði. (Times)

Líkurnar á því að United fái Antony hafa minnkað eftir að Ajax setti 70 milljóna punda verðmiða á hann. (Mirror)

Newcastle United er að ganga frá kaupum á hollenska varnarmanninum Sven Botman (22) frá Lille en er tilbúið að játa sig sigrað í tilraunum til að fá franska sóknarmanninn Hugo Ekitike (20) frá Reims. (Mail)

AC Milan íhugar að gera tilboð í marokkóska vængmanninn Hakim Ziyech (29) hjá Chelsea. (Calciomercato)

Frágengið er að Christophe Galtier, sem stýrði Nice á síðasta tímabili, verður nýr stjóri Paris St-Germain. (ESPN)

Barcelona mun ekki koma með hærra samningstilboð fyrir franska framherjann Ousmane Dembele (25) sem verður samningslaus á fimmtudaginn. Dembele er með tilboð frá Bayern München, Chelsea og PSG. (Marca)

Dembele mun taka ákvörðun um framtíð sína á næstu 72 klukkustundum. (Mirror)

Cardiff hyggst gera tilboð í vængmanninn Gareth Bale (32) næsta sumar. Sá velski skrifaði undir eins árs samning við Los Angeles FC í vikunni. (TalkSport)

River Plate bíður eftir svari frá úrúgvæska sóknarmanninum Luis Suarez (35) en samningur hans við Atletico Madrid rennur út í lok mánaðar. (Fabrizio Romano)

Nýliðar Fulham eru bjartsýnir á að fá ísraelska vængmanninn Manor Solomon (22) frá Shaktar Donetsk á 7 milljónir punda og portúgalska miðjumanninn Joao Palhinha (25) frá Sporting Lissabon á 20 milljónir punda. (Mail)

Juventus er tilbúið að borga Aaron Ramsey (31) fjórar milljónir evra til að losa hann frá félaginu. (IBianconero.com)

Juventus hefur rætt við Roma um Nicolo Zaniolo (22). (Goal)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner