Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 28. júní 2022 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Mjólkurbikarinn: Helgi og Logi með þrennur á Selfossi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Selfoss 0 - 6 Víkingur R.
0-1 Helgi Guðjónsson ('10)
0-2 Helgi Guðjónsson ('35)
0-3 Helgi Guðjónsson ('55, víti)
0-4 Logi Tómasson ('61)
0-5 Logi Tómasson ('63)
0-6 Logi Tómasson ('83)
Rautt spjald: Aron Darri Auðunsson, Selfoss ('54)


Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  6 Víkingur R.

Selfoss, sem er í toppbaráttu Lengjudeildarinnar, tók á móti Íslands- og bikarmeisturum Víkings R. í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld og steinlá.

Leikurinn reyndist fjörugur og var fyrri hálfleikurinn sérstaklega spennandi þar sem færanýtingin gerði gæfumuninn.

Helgi Guðjónsson setti tvennu úr tveimur færum á meðan Selfyssingar áttu tvær stórhættulegar sóknir sem fóru forgörðum og staðan var 0-2 í leikhlé.

Seinni hálfleikurinn byrjaði illa fyrir heimamenn því Aron Darri Auðunsson fékk að líta beint rautt spjald fyrir að toga sóknarmann niður hálfan meter frá markinu. Helgi fullkomnaði þrennuna sína af vítapunktinum en næst var komið að bakverðinum skemmtilega Loga Tómassyni.

Logi skoraði tvö mörk með stuttu millibili gegn tíu Selfyssingum og fullkomnaði svo þrennuna með flottu skoti á 83. mínútu. Afar sannfærandi sigur Víkings sem sendir skýr skilaboð í titilvörninni.


Byrjunarlið Selfoss:
1. Stefán Þór Ágústsson (m)
2. Chris Jastrzembski
2. Ívan Breki Sigurðsson
4. Jökull Hermannsson
5. Jón Vignir Pétursson (f)
8. Ingvi Rafn Óskarsson
17. Valdimar Jóhannsson
19. Gonzalo Zamorano
21. Aron Einarsson
22. Adam Örn Sveinbjörnsson
45. Þorlákur Breki Þ. Baxter

Byrjunarlið Víkingur R.:
16. Þórður Ingason (m)
3. Logi Tómasson
5. Kyle McLagan
8. Viktor Örlygur Andrason (f)
9. Helgi Guðjónsson
10. Pablo Punyed
17. Ari Sigurpálsson
18. Birnir Snær Ingason
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
80. Kristall Máni Ingason
Athugasemdir
banner
banner
banner