Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 28. júlí 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
38 ára Pandev fékk samningstilboð í afmælisgjöf
Gamla kempan Goran Pandev, sem skoraði annað marka Makedóníu á EM í sumar, átti 38 ára afmæli í gær og fékk samningstilboð í afmælisgjöf.

Pandev er að íhuga að leggja skóna á hilluna eftir að hafa lagt landsliðsskóna frá sér fyrr í sumar.

Þessi öflugi framherji hefur verið hjá Genoa í sex ár en varð samningslaus um síðustu mánaðarmót.

Pandev hefur spilað 165 leiki fyrir Genoa og gert í þeim 32 mörk. Hann hefur þó ávalt verið miðpunktur makedóníska landsliðsins þar sem hann á 38 mörk í 122 leikjum.

Pandev lék fyrir Lazio, Inter og Napoli áður en hann hélt fyrst til Galatasaray og svo Genoa.
Athugasemdir
banner