Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 28. september 2020 22:50
Aksentije Milisic
Eiður og Kewell skildu ekki hvers vegna Arsenal reyndi að spila út frá markverði
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Liverpool vann Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leiknum lauk með 3-1 sigri gestanna.

Harry Kewell, fyrrverandi leikmaður Liverpool, spjallaði við þá Eið Smára Guðjohnsen og Tómas Þór Þórðarsson á Síminn Sport í kvöld.

„Við vitum að Arsenal er að reyna gera eitthvað annað. En í dag mættu þeir Liverpool liði sem tók yfir leikinn strax í byrjun. Hvernig þeir pressuðu og héldu Arsenal á sínum eigin vallarhelmingi. Þeir létu Arsenal líta barnalega út á köflum," sagði Kewell.

„Mér finnst ótrúlegt hvers vegna lið reyna að spila úr vörninni gegn Mane, Salah og Firmino. Að mínu mati á bara að koma boltanum eins langt í burtu frá eigin marki og hægt er og reyna ða gera eitthvað ofarlega á vellinum."

Eiður Smári sagði þá að hann og Tómas hafi einmitt verið að ræða þetta í settinu eftir leikinn.

„Hvers vegna ætti Arsenal liðið að fara á Anfield að halda að þeir geti spilað frá eigin markteig og verið svo góðir að þeir geti spilað sig í gegnum pressuna, alla leið upp að marki Liverpool og skapað færi?" sagði Eiður.

„Ég er hissa. Ég skil að menn vilji spila frá vörninni, það er flott. Ég horfi á Liverpool og það eru bókstaflega sex leikmenn ofarlega á vallarhelmingi Arsenal, að bíða eftir því að Arsenal byrji að spila svo þeir geti ráðist á þá. Þeir pressa svo hratt og með mikillri orku sem endar með að Arsenal missir boltann og Liverpool spilar á milli sín og leitar að færi. Þú setur svo mikla pressu á vörnina þína þegar þú reynir að spila frá markmanni gegn Liverpool," sagði Kewell.

Liverpool skoraði sitt 400 mark í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Jurgen Klopp í kvöld en hann tók við liðinu fyrir tæpum fimm árum síðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner