Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mán 28. september 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
Fjórir leikir á átta dögum - Mourinho með varalið í deildabikarnum
Mynd: Getty Images
1-1 jafntefli Tottenham gegn Newcastle í gær var fyrsti leikur Spurs á átta dögum áður en kemur að landsleikjahléi.

Tottenham mætir Chelsea í enska deildabikarnum á þriðjudag, Maccabi Haifa í Evrópudeildinni á fimmtudag og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, ætlar að stilla upp varaliði gegn Chelsea á morgun til að ráða við álagið.

„Hvað myndir þú gera í minni stöðu? Ég vil berjast í deildabikarnum en ég held að ég geti það ekki," sagði Mourinho.

„Við eigum leik á fimmtudag sem gefur okkur ekki jafn mikinn pening og Meistaradeildin en sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar gefur okkur ákveðna upphæð sem er mikilvægt fyrir félag eins og okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner