Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 28. september 2020 20:26
Aksentije Milisic
Tíu smit í ensku úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin hefur tilkynnt það að tíu smit hafi verið staðfest en félög í úrvalsdeildinni fara reglulega í skimanir.

Þetta er í fyrsta skipti sem smit í úrvalsdeildinni nær tveggja stafa tölu á þessu tímabili en ekki hefur verið sagt frá hverjir eru með veiruna.

Tilkynning frá úrvalsdeildinni hljómaði svona:
„Úrvalsdeildin staðfestir það að á milli mánudagsins 21. september og sunnudaginn 27. september, voru 1595 leikmenn og starfsmenn skimaðir fyrir kóróna veirunni. Af þessum voru 10 smitaðir. Þau fara nú í einangrun."

Nú styttist í landsleikjahlé og það þýðir að ef það voru leikmenn sem voru greindir með veiruna þá munu þeir líklega einungis missa af einum deildarleik.
Athugasemdir
banner
banner