Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   mið 28. september 2022 15:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lára Kristín svekkt: Sérstakt að spila hérna í þessum stóra leik
Kvenaboltinn
Lára í leiknum í dag.
Lára í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er svekkelsi. Mér fannst við næstum því gera allt sem til þurfti til að vinna hérna í dag. Það er sárt að ná því ekki," sagði Lára Kristín Pedersen, miðjumaður Vals, eftir markalaust jafntefli gegn Slavia Prag í Meistaradeildinni.

Valur tapaði einvíginu mjög naumlega, 0-1, og fer því ekki í riðlakeppnina að þessu sinni.

Lestu um leikinn: Slavia Prag 0 -  0 Valur

„Við hefðum viljað fá betri úrslit í fyrri leiknum. Mér fannst við spila þannig að við áttum eitthvað skilið úr þeim leik, en við hefðum þá bara átt að klára þetta í dag."

„Við fengum færi til að skora í dag og þetta er svekkjandi."

Það er búið að vera mikið álag á Valsliðinu upp á síðkastið en þær voru að spila sinn þriðja leik á sjö dögum. Tímabilið er að klárast, það er einn leikur eftir.

„Við vorum orðnar þreyttar - ég ætla ekki að neita því - enda búið að vera mikið álag. En við eigum að geta krafsað okkur í gegnum það," sagði Lára.

Vallaraðstæður í Tékklandi voru ekki upp á marga fiska eins og lesa má um hérna.

„Þetta er ekki spes völlur. Mér finnst þetta smá sérstakt að spila hérna í þessum stóra leik. Við tökum þessu bara. Þetta kemur samt ekki úrslitunum við, við áttum að ná þessu marki inn."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan en þar ræðir Lára meira um tímabilið hjá Val.
Athugasemdir