Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   mið 28. september 2022 15:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lára Kristín svekkt: Sérstakt að spila hérna í þessum stóra leik
Kvenaboltinn
Lára í leiknum í dag.
Lára í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er svekkelsi. Mér fannst við næstum því gera allt sem til þurfti til að vinna hérna í dag. Það er sárt að ná því ekki," sagði Lára Kristín Pedersen, miðjumaður Vals, eftir markalaust jafntefli gegn Slavia Prag í Meistaradeildinni.

Valur tapaði einvíginu mjög naumlega, 0-1, og fer því ekki í riðlakeppnina að þessu sinni.

Lestu um leikinn: Slavia Prag 0 -  0 Valur

„Við hefðum viljað fá betri úrslit í fyrri leiknum. Mér fannst við spila þannig að við áttum eitthvað skilið úr þeim leik, en við hefðum þá bara átt að klára þetta í dag."

„Við fengum færi til að skora í dag og þetta er svekkjandi."

Það er búið að vera mikið álag á Valsliðinu upp á síðkastið en þær voru að spila sinn þriðja leik á sjö dögum. Tímabilið er að klárast, það er einn leikur eftir.

„Við vorum orðnar þreyttar - ég ætla ekki að neita því - enda búið að vera mikið álag. En við eigum að geta krafsað okkur í gegnum það," sagði Lára.

Vallaraðstæður í Tékklandi voru ekki upp á marga fiska eins og lesa má um hérna.

„Þetta er ekki spes völlur. Mér finnst þetta smá sérstakt að spila hérna í þessum stóra leik. Við tökum þessu bara. Þetta kemur samt ekki úrslitunum við, við áttum að ná þessu marki inn."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan en þar ræðir Lára meira um tímabilið hjá Val.
Athugasemdir
banner
banner