Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   fim 28. september 2023 16:00
Elvar Geir Magnússon
Erlendur dæmir 50 milljóna króna leikinn
Lengjudeildin
watermark Erlendur Eiríksson.
Erlendur Eiríksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erlendur Eiríksson, reynslumesti dómari landsins, verður með flautuna á laugardaginn þegar Vestri og Afturelding mætast á Laugardalsvelli í 50 milljóna króna leiknum.

Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri ÍTF sagði á fréttamannafundi í dag það hann væri sérstaklega ánægður með að Erlendur væri að dæma leikinn enda sé hann þekktur fyrir að leyfa mikið.

Búast má við hörkuleik en sigurliðið leikur í Bestu deildinni á næsta tímabili. Leikurinn hefst 16 á laugardag.

Dómarateymið:
Dómari: Erlendur Eiríksson
AD1: Kristján Már Ólafs
AD2: Bergur Daði Ágústsson
4. dómari: Pétur Guðmundsson

Eftirlitsmaður: Eyjólfur Ólafsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner