PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   fim 28. september 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Gerir þriggja ára samning við Bayern
Mynd: Getty Images
Enska landsliðskonan Georgia Stanway verður hjá Bayern München til 2026, en þetta tilkynnti félagið í gær.

Stanway, sem er 24 ára gömul, var keypt til Bayern frá Manchester City á síðasta ári.

Hún hefur komið öflug inn í hópinn og var meðal annars skipuð í fyrirliðahóp liðsins fyrir komandi tímabil og verður því varafyrirliði fyrir Glódísi Perlu Viggósdóttur.

Penninn er á lofti hjá Bayern því Stanway var að framlengja samning sinn við félagið til næstu þriggja ára og á dögunum gerði Glódís Perla slíkt hið sama.

Stanway mun því spila áfram með Íslendingunum, en landsliðskonurnar Cecilía Rán Runarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru einnig á mála hjá Bayern. Cecilía hefur verið að glíma við meiðsli á meðan Karólína er á láni hjá Bayer Leverkusen.

Stanway var hluti af enska landsliðshópnum sem hafnaði í öðru sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar og var þá einnig í liðinu sem varð Evrópumeistari á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner