Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   fim 28. september 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Jón Arnar Barðdal spáir í 3. umferð úrslitakeppninnar
Jón Arnar Barðdal er spámaður umferðarinnar
Jón Arnar Barðdal er spámaður umferðarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hermann mun skipta sér inn á og skora dramatískt sigurmark Eyjamanna
Hermann mun skipta sér inn á og skora dramatískt sigurmark Eyjamanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leifur Andri verður búinn að jafna sig eftir líkamsárásina
Leifur Andri verður búinn að jafna sig eftir líkamsárásina
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þriðja umferð Bestu deildar karla eftir tvískiptingu fer fram í dag, en Valsmenn geta þar tryggt annað sætið á meðan Keflavík, Fram og ÍBV eru í harðri fallbaráttu.

HK-ingurinn Valgeir Valgeirsson var ekki með einn leik réttan í 2. umferðinni, en það verður fróðlegt að sjá hvað Jón Arnar Barðdal, leikmaður KFG, gerir í þessari umferð.

Jón Arnar og félagar hans í KFG mæta Víði í úrslitaleik Fótbolta.net bikarsins á föstudag og því við hæfi að hann sé spámaður umferðarinnar.

Valur 1 - 0 Breiðablik (klukkan 19:15)
Ef Adam Páls verður ekki í agabanni þá mun hann svara kallinu með alvöru sleggju ef ekki þá potar Patrick Pedersen einu inn, Sveinn Sigurður verður sennilega maður leiksins í rammanum og heldur lakinu tandurhreinu.

Víkingur 3 - 0 FH (klukkan 19:15)
FH-ingar ennþá vel ringlaðir eftir að hafa þurft að elta Eggert og ungu Stjörnustrákana í síðustu umferð í 90 mínútur. Birnir með stórleik og setur líklegast öll þrjú mörkin.

Stjarnan 4 - 0 KR (klukkan 19:15)
Mínir menn á sögulegu skriði og leika ekkert eðlilega skemmtilegan fótbolta, gamla stórveldið KR mun blöskra hve flott aðstaðan er á Stjörnuvelli miðað við Frostaskjólið og munu líklegast verða teknir í kennslustund á teppinu á Samsung.

Eggert með tvö, Emil og Hilmar munu líklega skipta hinum mörkunum á milli sín.

KA 2 - 3 ÍBV (klukkan 16:15)
Held að Ívar Örn fyrirliði KA sé ennþá að fagna eftir markið í bikarúrslitunum, og er víst ekki mjög spenntur fyrir þessum leik á móti baráttuglöðum Vestmannaeyjingum.

2-2 fram að 90. mínútu þar sem Hemmi skiptir sér sjálfur inná og setur úrslitamarkið þegar markvörður KA hreinsar í bakið á honum og inn.

Fram 0 - 0 Keflavík (klukkan 19:15)
El Classico leiðinlegra liða bestu deildarinnar þetta tímabil.
Mun líklega ekki horfa á þennan leik.

HK 2 - 1 Fylkir (klukkan 19:15)
Leifur Andri ótrúlegt en satt verður búinn að jafna sig á líkamsárasinni í síðustu umferð og sköflungar inn sigurmarkið á 85. mínútu fyrir HK.

Fyrri spámenn:
Arnar Daníel (5 réttir)
Júlli Magg (5 réttir)
Sam Hewson (5 réttir)
Viktor Jónsson (4 réttir)
Arnór Gauti (4 réttir)
Gaupi (4 réttir)
Ásta Eir (4 réttir)
Einar Bragi Aðalsteinsson (4 réttir)
Arnór Smárason (4 réttir)
Starkaður Pétursson (4 réttir)
Benedikt Warén (3 réttir)
Valur Gunnarsson (3 réttir)
Máni Austmann (3 réttir)
Mikael Nikulásson (3 réttir)
Valdimar Guðmundsson (3 réttir)
PBT (3 réttir)
Hans Viktor Guðmundsson (2 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (2 réttir)
Orri Steinn Óskarsson (1 réttur)
Bragi Karl Bjarkason (0 réttir)
Valgeir Valgeirsson (0 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöflurnar.
Innkastið - Sandkassaleikur og möguleika sturtað niður
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner