Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
   lau 28. september 2024 17:10
Hilmar Jökull Stefánsson
Nik Chamberlain: Viljum fara þangað og vinna
Kvenaboltinn
Nik var ánægður með sínar konur í dag.
Nik var ánægður með sínar konur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nik Chamberlain segist, eftir 4-2 sigur á FH, ætla á Hlíðarenda næstu helgi og vinna Valskonur á þeirra heimavelli. Þar sem bæði Valur og Breiðablik unnu sína leiki í dag fáum við úrslitaleik á milli liðanna næstu helgi, þar sem Blikakonum dugir jafntefli til að verða Íslandsmeistarar.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 FH

Annar leikur, annar sigur. Hvernig líður Nik eftir leik?

„Vel. FH setti okkur á afturfæturnar í byrjun leiks og komu á móti okkur eins og FH gera. Þær létu okkur hafa fyrir hlutunum og við urðum að vera á tánum gegn þeim. Góður prófsteinn að komast aftur inn í leikinn og góð æfing andlega.“


Valur næstu helgi, þið einu stigi yfir. Munu þið leggjast lágt?


„Nei við viljum fara þangað og vinna. Það er það sem við höfum verið að gera. Við viljum ekki fara eitthvert og loka sjoppunni. Við erum sóknarsinnað lið og viljum skora mörk, þannig planið næstu helgi er að fara og vinna.“


Ásta meidd, hvernig lítur þetta út?


„Við fáum að vita það á næstu dögum. Svipuð meiðsli og hún lenti í í fyrra. Við verðum bara að bíða og sjá á næstu dögum. Bjartsýnn á að hún spili. Það þyrfti her af fólki til að halda aftur af henni næstu helgi ef hún ætti ekki að spila.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.











Athugasemdir
banner