Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
„Við erum að fara í Bestu!"
Haraldur Freyr eftir tap gegn Aftureldingu: Lífið heldur áfram
Sigurpáll skoraði eina mark leiksins: Trúði þessu varla sjálfur
John Andrews: Hefði bitið af þér hendina
Pétur: Þetta er það sem við vildum
Heiða Ragney: Spennandi að þetta verði úrslitaleikur
Margrét Brynja: Alltaf gaman að koma hingað
Arnór Gauti meyr: Aldrei fundið aðra eins tilfinningu
Nik Chamberlain: Viljum fara þangað og vinna
Maggi hágrét í leikslok: Búinn að hugsa um þessa stund í mörg ár
Sesar var maður leiksins - „Get ekki lýst þessu"
Eggert Gunnþór: Á öðrum degi hefðum við getað skorað 5-6 mörk
Selfoss vann tvöfalt - „Getum ekki beðið um meira"
Bjarni unnið allt sem hægt er að vinna - „Vona að mér verði ekki hent núna"
„Vildi alltaf skíttapa seinasta æfingaleiknum fyrir mót"
Smá brotinn í fyrra - „Aðeins of mikið eins og þetta væri eini sénsinn"
Haraldur Freyr: Ekki í ljósi þess hve var búið að gefa fordæmi fyrir
Magnús Már: Sagði að hann væri að fara að koma með okkur hingað
Tóku til eftir vonbrigði í fyrra - „Helvíti gaman að fá að spila á þjóðarleikvanginum"
Byggja upp á heimamönnum fyrir austan - „Gæti bjargað sumrinu alveg"
banner
   lau 28. september 2024 17:10
Hilmar Jökull Stefánsson
Nik Chamberlain: Viljum fara þangað og vinna
Nik var ánægður með sínar konur í dag.
Nik var ánægður með sínar konur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nik Chamberlain segist, eftir 4-2 sigur á FH, ætla á Hlíðarenda næstu helgi og vinna Valskonur á þeirra heimavelli. Þar sem bæði Valur og Breiðablik unnu sína leiki í dag fáum við úrslitaleik á milli liðanna næstu helgi, þar sem Blikakonum dugir jafntefli til að verða Íslandsmeistarar.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 FH

Annar leikur, annar sigur. Hvernig líður Nik eftir leik?

„Vel. FH setti okkur á afturfæturnar í byrjun leiks og komu á móti okkur eins og FH gera. Þær létu okkur hafa fyrir hlutunum og við urðum að vera á tánum gegn þeim. Góður prófsteinn að komast aftur inn í leikinn og góð æfing andlega.“


Valur næstu helgi, þið einu stigi yfir. Munu þið leggjast lágt?


„Nei við viljum fara þangað og vinna. Það er það sem við höfum verið að gera. Við viljum ekki fara eitthvert og loka sjoppunni. Við erum sóknarsinnað lið og viljum skora mörk, þannig planið næstu helgi er að fara og vinna.“


Ásta meidd, hvernig lítur þetta út?


„Við fáum að vita það á næstu dögum. Svipuð meiðsli og hún lenti í í fyrra. Við verðum bara að bíða og sjá á næstu dögum. Bjartsýnn á að hún spili. Það þyrfti her af fólki til að halda aftur af henni næstu helgi ef hún ætti ekki að spila.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.











Athugasemdir
banner
banner
banner
banner