Nik Chamberlain segist, eftir 4-2 sigur á FH, ætla á Hlíðarenda næstu helgi og vinna Valskonur á þeirra heimavelli. Þar sem bæði Valur og Breiðablik unnu sína leiki í dag fáum við úrslitaleik á milli liðanna næstu helgi, þar sem Blikakonum dugir jafntefli til að verða Íslandsmeistarar.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 2 FH
Annar leikur, annar sigur. Hvernig líður Nik eftir leik?
„Vel. FH setti okkur á afturfæturnar í byrjun leiks og komu á móti okkur eins og FH gera. Þær létu okkur hafa fyrir hlutunum og við urðum að vera á tánum gegn þeim. Góður prófsteinn að komast aftur inn í leikinn og góð æfing andlega.“
Valur næstu helgi, þið einu stigi yfir. Munu þið leggjast lágt?
„Nei við viljum fara þangað og vinna. Það er það sem við höfum verið að gera. Við viljum ekki fara eitthvert og loka sjoppunni. Við erum sóknarsinnað lið og viljum skora mörk, þannig planið næstu helgi er að fara og vinna.“
Ásta meidd, hvernig lítur þetta út?
„Við fáum að vita það á næstu dögum. Svipuð meiðsli og hún lenti í í fyrra. Við verðum bara að bíða og sjá á næstu dögum. Bjartsýnn á að hún spili. Það þyrfti her af fólki til að halda aftur af henni næstu helgi ef hún ætti ekki að spila.“
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir