Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 28. september 2024 17:10
Hilmar Jökull Stefánsson
Nik Chamberlain: Viljum fara þangað og vinna
Kvenaboltinn
Nik var ánægður með sínar konur í dag.
Nik var ánægður með sínar konur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nik Chamberlain segist, eftir 4-2 sigur á FH, ætla á Hlíðarenda næstu helgi og vinna Valskonur á þeirra heimavelli. Þar sem bæði Valur og Breiðablik unnu sína leiki í dag fáum við úrslitaleik á milli liðanna næstu helgi, þar sem Blikakonum dugir jafntefli til að verða Íslandsmeistarar.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 FH

Annar leikur, annar sigur. Hvernig líður Nik eftir leik?

„Vel. FH setti okkur á afturfæturnar í byrjun leiks og komu á móti okkur eins og FH gera. Þær létu okkur hafa fyrir hlutunum og við urðum að vera á tánum gegn þeim. Góður prófsteinn að komast aftur inn í leikinn og góð æfing andlega.“


Valur næstu helgi, þið einu stigi yfir. Munu þið leggjast lágt?


„Nei við viljum fara þangað og vinna. Það er það sem við höfum verið að gera. Við viljum ekki fara eitthvert og loka sjoppunni. Við erum sóknarsinnað lið og viljum skora mörk, þannig planið næstu helgi er að fara og vinna.“


Ásta meidd, hvernig lítur þetta út?


„Við fáum að vita það á næstu dögum. Svipuð meiðsli og hún lenti í í fyrra. Við verðum bara að bíða og sjá á næstu dögum. Bjartsýnn á að hún spili. Það þyrfti her af fólki til að halda aftur af henni næstu helgi ef hún ætti ekki að spila.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.











Athugasemdir
banner