Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 28. október 2020 07:00
Elvar Geir Magnússon
Segir Özil sjálfan bera ábyrgð á stöðunni
Mesut Özil á æfingasvæði Arsenal.
Mesut Özil á æfingasvæði Arsenal.
Mynd: Getty Images
Lauren, fyrrum varnarmaður Arsenal, segir að Mesut Özil geti sjálfum sér um kennt vegna þess að hann er í frystikistunni hjá félaginu.

Hinn 32 ára Özil er hvorki í Evrópudeildar- né úrvalsdeildarhópnum sem Arsenal skilaði inn.

Hann er með 350 þúsund pund í vikulaun en samningurinn rennur út eftir tímabilið.

Lauren spilaði 159 leiki fyrir Arsenal og segir að Özil verði að líta í eigin barm áður en hann fer að benda á aðra.

„Özil er toppleikmaður. Það er leiðinlegt að sjá ekki toppleikmann spila í liði eins og Arsenal. Við sem höldum með félaginu viljum sjá bestu leikmennina en þetta ástand verður ekki til úr engu," segir Lauren.

„Arteta myndi elska það að hafa bestu leikmennina í hópnum. Ef Özil er ekki þá er það afleiðing af ýmsum málum. Í fyrsta lagi er það sök leikmannsins. Ef þú ert með gæðin og ert toppleikmaður en spilar ekki þá er það þér að kenna."

„Augljóslega verða öll félög að halda leikmönnum ánægðum en þessi staða var hjá Emery og núna hjá Arteta. Hann hefur ekki sýnt stöðugleika. Ég tel að sökin liggi miklu frekar hjá leikmanninum en hjá stjóranum eða félaginu. Ef þú ert að standa þig er erfitt fyrir stjórann að horfa framan í þig segja að þú sért ekki að fara að spila."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner