Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 28. október 2022 12:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Greinir frá því hvað Henderson sagði við rannsakendur í málinu
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool.
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enska fótboltasambandið hefur hætt rannsókn á orðaskiptum milli Gabriel Magalhaes og Jordan Henderson og málið látið niður falla.

Það var hiti milli mannana í sigri Arsenal gegn Liverpool og enska sambandið yfirheyrði leikmennina tvo og sex aðra leikmenn vegna málsins.

Gabriel brást ókvæða við einhverju sem hann taldi Henderson segja. Sögusagnir voru í gangi um að um kynþáttaníð hefði verið að ræða en Henderson hefur verið hreinsaður af öllum sökum.

Martin Samuel, fréttamaður Daily Mail, segir að Henderson hafi sagt við rannsakendur að hann hafi kallað Gabriel: „Fjandans hálfvita (e. f****** idiot)."

Það varð í kjölfarið einhver misskilningur því Gabriel taldi Henderson hafa sagt mun verri hluti á portúgölsku. Enginn af leikmönnunum sem rætt var við - bæði frá Arsenal og Liverpool - gat staðfest það.

Ekki er vitað til þess að Henderson kunni eitthvað fyrir sér í portúgölsku.
Athugasemdir
banner
banner
banner