Aitana Bomnatí, leikmaður Barcelona, var valin besti leikmaður ársins á Ballon d'Or verðlaunahátíðinni í kvöld. Þetta er annað áríð í röð sem hún vinnur verðlaunin.
Bonmatí var í ógnarstreku Barcelona liði á síðustu leiktíð sem vann deildina, spænska bikarinn og Meistaradeildina. Þá var hún valin besti leikmaður Meistaradeildarinnar.
Þar lék hún 11 leiki og skoraði sex mörk. Hún skoraði 26 mörk og lagði upp 18 í öllum keppnum.
Þetta er fjórða árið í röð sem leikmaður Barcelona vinnur verðlaunin en Alexia Putellas vann árið 2021 og 2022.
Athugasemdir