Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 28. október 2024 12:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Terzic sagður á blaði United en ekki Xavi
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Chris Wheeler, blaðamaður hjá Daily Mail segir frá því að Edin Terzic sé einn af þeim sem komi til greina sem næsti stjóri Manchester United.

Erik ten Hag var rekinn í dag og er félagið að leita að næsta stjóra. Ruud van Nistelrooy stýrir nú United til bráðabirgða. Næsti leikur liðsins er gegn Leicester á miðvikudag í deildabikarnum.

Terzic er fyrrum stjóri Dortmund, hætti þar í sumar eftir að hafa sinnt nokkrum störfum hjá félaginu síðan 2018. Þjóðverjinn er ekki einn af tíu líklegustu kandídötunum samkvæmt veðbönkum.

Xavi, fyrrum leikmaður og stjóri Barcelona, var allavega einn af tíu líklegustu kandídötunum en Richard Martin hjá Goal fullyrðir að hann komi ekki til greina í starfið.

Sky Sports fjallar um að United sé að vinna með u.þ.b. fimm manna lista yfir þá sem gætu tekið við liðinu. Sagt er að með því að hafa Van Nistelrooy í brúnni til bráðabirgða sé stjórnin að búa sér til svigrúm til þess að vanda valið á næsta stjóra.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 11 9 1 1 21 6 +15 28
2 Man City 11 7 2 2 22 13 +9 23
3 Chelsea 11 5 4 2 21 13 +8 19
4 Arsenal 11 5 4 2 18 12 +6 19
5 Nott. Forest 11 5 4 2 15 10 +5 19
6 Brighton 11 5 4 2 19 15 +4 19
7 Fulham 11 5 3 3 16 13 +3 18
8 Newcastle 11 5 3 3 13 11 +2 18
9 Aston Villa 11 5 3 3 17 17 0 18
10 Tottenham 11 5 1 5 23 13 +10 16
11 Brentford 11 5 1 5 22 22 0 16
12 Bournemouth 11 4 3 4 15 15 0 15
13 Man Utd 11 4 3 4 12 12 0 15
14 West Ham 11 3 3 5 13 19 -6 12
15 Leicester 11 2 4 5 14 21 -7 10
16 Everton 11 2 4 5 10 17 -7 10
17 Ipswich Town 11 1 5 5 12 22 -10 8
18 Crystal Palace 11 1 4 6 8 15 -7 7
19 Wolves 11 1 3 7 16 27 -11 6
20 Southampton 11 1 1 9 7 21 -14 4
Athugasemdir
banner
banner
banner