Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 28. nóvember 2021 11:40
Aksentije Milisic
Evra: Rangnick bíður ómögulegt starf - Verður að finna leiðtoga
Mynd: Getty Images
Patrice Evra, fyrrverandi leikmaður Manchester United, hefur tjáð sig um gengi liðsins að undanförnu og hvað hefur farið úrskeiðis.

Frakkinn segir að það bíði Ralf Rangnick ómögulegt verkefni hjá United og að þjálfarinn muni þurfa að finna leiðtoga í þessu liði.

„Þetta hafa verið erfiðir tímar og það er alltaf sárt þegar stjóri er rekinn. Ole er vinur minn og ég talaði við hann og þakkaði honum fyrir. Fólk mun fljótt gleyma að hann fékk okkur að trúa á Manchester United aftur," sagði Evra.

„Enginn mun geta falið sig. Ég er að tala um leikmennina. Þegar þjálfari er rekinn þá bera leikmenn ábyrgðina. Sjáum hvað gerist, umræðan um nýjan þjálfara er byrjuð."

Talið er að fyrsti leikur Rangnick með Manchester United verði á fimmtudaginn næstkomandi gegn Arsenal í ensku úrvaldeildinni.

„Man Utd er ekki með leiðtoga og stóra karaktera. Ef við erum raunsæ, þá getur United ekki unnið deildina. En Meistaradeildina? Allt getur gerst. Ef þú ert heppinn með drátt geturu farið langt."

„Þetta er ómögulegt verkefni sem bíður nýs stjóra og hann verður að finna leiðtoga í þessu liði," sagði Evra að lokum.
Athugasemdir
banner
banner