Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 28. nóvember 2021 23:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Var alveg ótrúlega spakur undir lok félagaskiptagluggans"
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Jón Daði Böðvarsson er í frystikistunni hjá Millwall á Englandi og fær engin tækifæri.

Hann hefur ekki verið að koma í hóp að undanförnu og er ekki í plönum þarna. Rætt var um Jón Daða í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær og furðaði Tómas Þór Þórðarson sig á því af hverju hann hefði ekki farið frá félaginu síðasta sumar.

„Jón Daði er í dýpstu frystikistu sem ég hef séð," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Maður sá að hann spilaði einhvern varaliðsleik um daginn. Annars eru þau skötuhjúin og dóttir þeirra mest að ferðast um Bretland og skoða heiminn," sagði Tómas Þór.

„Hann var alveg ótrúlega spakur undir lok félagaskiptagluggans þrátt fyrir að hann vissi að þetta væri alveg búið. Í staðinn fyrir að stökka á eitthvað, þá ákvað hann nánast að henda hálfu tímabili af ferlinum sínum í ruslið til þess að fá vonandi eitthvað gott 'move' í janúar. Þetta er mjög skrítið, skrítin staða," sagði Tómas jafnframt.

Sögur hafa verið um að Jón Daði sé mögulega á heimleið, en það kæmi á óvart ef það myndi gerast.

„Ef hann vill, þá á hann alltaf eitthvað Skandinavíu 'move' eftir, en það stýrist bara af því hvort hann vilji það eða ekki."

Hægt er að hlusta á alla umræðuna hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Rangnick og Peningar
Athugasemdir
banner
banner
banner