
Brasilía vann Sviss í hörku leik í dag með einu marki gegn engu.
Topplið Arsenal í ensku úrvalsdeildinni átti þrjá fulltrúa í leiknum, Granit Xhaka hjá Sviss, Gabriel Jesus og Gabriel Martinelli hjá Brasilíu.
Xhaka byrjaði leikinn en Jesus kom inn á sem varamaður en Martineli kom ekkert við sögu. Xhaka sagði skemmtilega sögu af liðsfélögum sínum fyrir leikinn.
„Við vorum að grínast með það fyrir HM, ég sagði Martinelli og Jesus, ef þið eruð einn á móti einum gegn markverðinum okkar mun ég mölva ykkur," sagði Xhaka.
„Það skiptir engu máli þó við séum að spila í sama liði. Þetta er HM. Þú ert í þínu liði, þú spilar fyrri þjóðina þína og vilt vinna."
Granit Xhaka couldn’t wait to see Gabriel Jesus again. 😂❤️ #afc pic.twitter.com/zrUx1scuK4
— afcstuff (@afcstuff) November 28, 2022
Athugasemdir