Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
   þri 28. nóvember 2023 12:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Höjlund gæti snúið aftur í leiknum mikilvæga annað kvöld
Rasmus Höjlund.
Rasmus Höjlund.
Mynd: EPA
Danski sóknarmaðurinn Rasmus Höjlund er mættur aftur til æfinga hjá Manchester United fyrir leikinn mikilvæga gegn Galatasaray í Meistaradeildinni á morgun.

Höjlund var ekki með Man Utd gegn Everton um liðna helgi eftir að hafa meiðst smávægilega gegn Luton Town á dögunum. Hann gat ekki tekið þátt í landsliðsverkefni með Danmörku út af þeim meiðslum.

Höjlund var keyptur til Manchester United í sumar en hann hefur ekki enn skorað í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur þó verið öflugur í Meistaradeildinni og skorað fimm mörk í fjórum leikjum.

Það yrði sterk fyrir United að fá hann aftur fyrir leikinn í Tyrklandi en Man Utd er í neðsta sæti riðils síns fyrir leikinn. United verður úr leik ef liðið tapar gegn Galatasaray. Sigur United í Tyrklandi og sigur Bayern gegn FC Kaupmannahöfn myndi setja riðilinn í allt annað horf. Það myndi einnig þýða að jafntefli myndi líklega duga United gegn Bayern í lokaumferðinni vegna innbyrðis viðureigna.

Brasilíumaðurinn Antony er einnig mættur til æfinga eftir meiðsli og gæti hugsanlega spilað gegn Galatasaray á morgun.
Athugasemdir
banner
banner