Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mið 28. desember 2022 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Gakpo: Van Dijk sannfærði mig
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Cody Gakpo er búinn að skrifa undir samning við Liverpool og á einungis eftir að fá atvinnuleyfi á Englandi áður en hann verður skráður sem nýr leikmaður félagsins í ensku úrvalsdeildinni.


23 ára gamall Gakpo er himinlifandi með að fá tækifæri til að spila með stórliði í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir að landsliðsfélagi sinn Virgil van Dijk hafi sannfært sig um að ganga í raðir félagsins.

Van Dijk, sem er fyrirliði hollenska landsliðsins og varafyrirliði hja Liverpool, hefur miklar mætur á Gakpo og gerði allt í sínu valdi til að fá hann yfir.

„Þetta gerðist allt mjög hratt en ég er ótrúlega ánægður með þetta skref. Þetta var alvöru jólasturlun, ég gerði lítið annað en að svara skilaboðum frá öllum sem ég þekki í jólafríinu," sagði Gakpo sem er búinn að standast læknisskoðun í Liiverpool.

„Ég spjallaði við Van Dijk og hann sagði mér að þetta væri rétta skrefið fyrir mig á þessum tímapunkti ferilsins. Liverpool er risastór klúbbur - þetta er alvöru fjölskylda sem gefur leikmönnum tækifæri."

Gakpo mun berjast við menn á borð við Luis Diaz og Diogo Jota um sæti í byrjunarliðinu.

Gakpo fær treyju númer 18 hjá Liverpool og gerir samning til 2028. Liverpool borgar rúmar 37 milljónir punda fyrir en sú upphæð mun hækka með árangurstengdum aukagreiðslum og getur orðið allt að 50 milljónum.


Athugasemdir
banner
banner