Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 29. janúar 2020 06:00
Daníel Rúnarsson
Kvennalið HK ætlar sér stóra hluti - Umgjörðin sú sama og hjá strákunum
Isabella Eva Aradóttir
Isabella Eva Aradóttir
Mynd: HK
Hrafnhildur Hjaltalín ásamt Ragnari Gíslasyni yfirþjálfara HK
Hrafnhildur Hjaltalín ásamt Ragnari Gíslasyni yfirþjálfara HK
Mynd: HK
HK hefur á síðustu vikum verið að semja við leikmenn fyrir komandi átök næsta sumars í 2. deild kvenna en þetta er í fyrsta skipti sem HK sendir kvennalið til leiks í meistaraflokki.

„Við höfum komið á fót stóru og öflugu meistaraflokksráði í kringum stelpurnar og fótboltaumgjörðin er því á pari við það sem er hjá meistaraflokki karla hjá félaginu. Það er mikil stemming innan HK og metnaður fyrir komandi árum. Hér hefur verið unnið gríðarlega gott og öflugt yngri flokka starf og því er frábært að okkar yngri iðkendur fái fyrirmyndir í meistaraflokki félagsins til að líta upp til,“ segir María Rúnarsdóttir formaður Meistaraflokksráðs kvenna hjá HK.

Jóhann Bergur Kiesel er aðalþjálfari liðsins og Ari Már Heimisson aðstoðarþjálfari.

Félaginu hefur tekist að fá til sín öfluga leikmenn með reynslu úr efstu og næst efstu deild sem mun án vafa styrkja HK liðið í baráttunni í sumar.

Isabella Eva Aradóttir hefur skrifað undir samning við HK. Isabella er fædd árið 1999 og er uppalin hjá HK. Isabella spilaði upp alla yngri flokka fyrir HK, hún spilaði síðan fyrir sameiginlegan 2 flokk HK/Víkings. Isabella spilaði sinn fyrsta meistaraflokks leik árið 2016. Hún hefur spilað 63 leiki í meistaraflokki og skorað 6 mörk. Isabella fór á lán til Breiðabliks sumarið 2019. Þar fékk hún meðal annars að spreyta sig í tveimur leikjum gegn PSG í Meistaradeild Evrópu. Hún á einnig 2 leiki fyrir u19 ára landsliðs Íslands.

Ragnheiður Kara Hálfdánardóttir hefur skrifað undir samning við HK. Ragnheiður er fædd árið 1999 og er uppalin hjá HK. Ragnheiður spilaði upp alla yngri flokka fyrir HK, hún spilaði síðan fyrir sameiginlegan 2 flokk HK/Víkings. Ragnheiður spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2016 fyrir HK/Víking. Hún hefur spilað 55 leiki í meistaraflokki og skorað 5 mörk. Árið 2018 var Ragnheiður á láni hjá Fjölni og spilaði 16 leiki í deild og bikar.

Hrafnhildur Hjaltalín hefur skrifað undir samning við HK en hún kemur til liðsins frá Fjölni. Hrafnhildur er fædd árið 1999 og er uppalin hjá Breiðablik. Hrafnhildur spilaði upp yngri flokkana fyrir Breiðablik áður en hún skipti yfir í HK/Víking árið 2015. Þar spilaði Hrafnhildur fyrir 2 flokk og meistaraflokk áður en hún skipti yfir í Fjölni árið 2018. Hrafnhildur spilaði 25 leiki fyrir Fjölni í öllum keppnum, en hún spilaði fyrir liðið í Inkassodeildinni síðasta sumar.

Áður hefur verið sagt frá því að Karen Sturludóttir hafi gengið til liðs við HK.

Einnig hefur HK samið við leikmenn úr 2. flokki. Þær voru allar mikilvægur partur hjá 2 flokki HK/Víkings sem endaði í 2. sæti í A deildinni síðasta sumar, aðeins einu stigi frá toppsætinu.

Leikmennirnir eru María Lena Ásgeirsdóttir, Guðný Eva Eiríksdóttir, Emma Sól Aradóttir, Valgerður Lilja Arnardóttir, Hildur Unnarsdóttir, Margrét Ákadóttir og Laufey ElísaHlynsdóttir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner