Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 24. janúar 2020 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Karen Sturludóttir aftur í HK (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK hefur bætt Kareni Sturludóttur við leikmannahóp sinn fyrir komandi átök í 2. deildinni.

Karen er þrítug og býr yfir mikilli reynslu úr íslenska boltanum. Hún hóf ferilinn með HK/Víkingi og var á átjánda aldursári þegar hún skoraði 21 mark í 14 leikjum sumarið 2007. Það sumarið átti hún lykilþátt í að koma HK/Víkingi upp í efstu deild.

Karen lék með Stjörnunni í þrjú ár en átti erfitt með markaskorun og skipti aftur yfir til HK/Víkings að lokum. Á sínu fyrsta tímabili skoraði hún 14 mörk í 11 leikjum og hjálpaði liðinu aftur upp í efstu deild.

Í heildina hefur Karen skorað 92 mörk í 177 leikjum í íslenska boltanum en hún lék síðast fyrir Gróttu sumarið 2016.

Karen hefur aldrei spilað í 2. deild áður og verður áhugavert að fylgjast með hvort henni takist að ná upp sömu markaskorun og áður.
Athugasemdir
banner
banner
banner