Englandsmeistarar Manchester City eru komnir áfram í umspil Meistaradeildar Evrópu en það hefur verið súrsæt tilfinning að vinna Club Brugge í kvöld því mótherji Man City í umspilinu verður annað hvort Bayern München eða Real Madrid.
Það er allt klappað og klárt fyrir umspilið en aðeins á eftir að draga um hvaða lið mætast.
Efstu átta liðin fara beint í 16-liða úrslitin en það eru Liverpool, Barcelona, Arsenal, Inter, Atlético, Bayer Leverkusen, Lille og Aston Villa.
Þau sextán lið sem komust í umspilið mætast í tveggja leikja rimmum, en búið er að skipa þeim í fjóra hópa og var því skipt eftir sætunum sem þau lentu í.
Manchester City hafnaði í 22. sæti í deildarkeppninni á meðan Celtic hafnaði í 21. sæti. Þessi tvö lið mæta því annað hvort Bayern München eða Real Madrid í umspilinu, en þau höfnuðu í 11. og 12. sæti.
Sigurvegararnir í þessum hópi mæta Bayer Leverkusen eða Atlético Madríd.
Club Brugge og Sporting höfnuðu í 23. og 24. sæti en þau mæta annað hvort Atalanta eða Borussia Dortmund í umspilinu sem höfnuðu í 9. og 10. sæti.
Sigurvegararnir mæta Aston Villa eða Lille í 16-liða úrslitum.
Feyenoord og Juventus, sem höfnuðu í 19. og 20. sæti mæta AC Milan eða PSV í umspilinu. Milan og PSV höfnuðu í 13. og 14. sæti, en sigurvegararnir þar mæta síðan Arsenal eða Inter í 16-liða úrslitum.
Að lokum spila Brest og Mónakó við annað hvort Benfica eða PSG í umspilinu og munu sigurvegararnir þar spila við Barcelona eða LIverpool í 16-liða úrslitum.
Dregið verður í umspilið á föstudag í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss. Drátturinn hefst klukkan 11:00.
Champions League draw on Friday. ???????? pic.twitter.com/oNnEHuyVbX
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 29, 2025
Athugasemdir