Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
banner
   mið 29. janúar 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rafa Benítez sterklega orðaður við félag í Brasilíu
Rafa Benítez.
Rafa Benítez.
Mynd: EPA
Rafa Benítez, fyrrum stjóri Liverpool, Everton og Newcastle er núna sterklega orðaður við félag í Brasilíu.

Félagið sem um ræðir er Botafogo frá Rio de Janeiro.

Hinn 64 ára gamli Benítez er líklegastur til að taka við starfinu og eru viðræður núna í gangi.

Það er mikill metnaður hjá Botafogo en félagið vann brasilísku úrvalsdeildina á síðasta tímabili, sem og Meistaradeild Suður-Ameríku.

Benítez stýrði síðast Celta Vigo en hann er með mjög flotta ferilskrá. Það hefur þó ekki gengið sérlega vel síðustu árin hjá honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner