Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 29. febrúar 2024 19:20
Brynjar Ingi Erluson
Annað sinn sem Talisca skorar þrennu í fjarveru Ronaldo
Anderson Talisca
Anderson Talisca
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknarmaðurinn Anderson Talisca kann greinilega vel við sig þegar Cristiano Ronaldo er ekki að spila með honum í Al Nassr, en hann skoraði þrennu er liðið gerði 4-4 jafntefli við Al Hazem í sádi-arabísku deildinni í dag.

Ronaldo tók út leikbann fyrir óviðeigandi framkomu í garð stuðningsmanna Al Shabab.

Talisca var því ætlað stórt hlutverk í dag. Hann gerði fyrsta markið úr vítaspyrnu áður en hann fullkomnaði þrennuna með tveimur mörkum á tíu mínútum í síðari hálfleiknum.

Í nóvember á síðasta ári þá skoraði Talisca einnig þrennu í leik þar sem Ronaldo var hvíldur.

Sadio Mané gerði fjórða og síðasta mark Al-Nassr í leiknum en gestirnir í Al Hazem jöfnuðu seint í uppbótartíma og uppskáru því stig.

Al Nassr missteig stig þarna í titilbaráttunni en liðið er nú sex stigum frá toppliði Al Hilal.
Athugasemdir
banner
banner