Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 29. febrúar 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rolfes um Alonso: Ég er rólegur og bjartsýnn
Xabi Alonso.
Xabi Alonso.
Mynd: EPA
Simon Rolfes, yfirmaður fótboltamála hjá Bayer Leverkusen, hefur enn trú á því að Xabi Alonso verði áfram stjóri liðsins á næsta tímabili.

Alonso er heitasti bitinn á markaðnum þar sem hann hefur gert magnaða hluti með Leverkusen. Liðið hefur ekki enn tapað leik á tímabilinu og er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með átta stiga forskot á Bayern München.

Alonso hefur verið sterklega orðaður við bæði Bayern og Liverpool en hann spilaði með báðum félögum sem leikmaður.

„Ég er rólegur og bjartsýnn," sagði Rolfes í samtali við Frankfurter Rundschau.

„Það mikilvægasta fyrir þjálfara er að þeim líði vel og þeir hafi tilfinninguna að þeir séu á réttum stað. Xabi hefur oft sagt að svo sé hérna."
Athugasemdir
banner
banner