Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 29. febrúar 2024 10:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool biður um að fá að ræða við Alonso - Tveir efstir á lista Spurs
Powerade
Xabi Alonso.
Xabi Alonso.
Mynd: EPA
Eze er orðaður við Crystal Palace.
Eze er orðaður við Crystal Palace.
Mynd: EPA
Mbeumo er orðaður við Liverpool.
Mbeumo er orðaður við Liverpool.
Mynd: EPA
Gleðilegan fimmtudaginn. Hér er það helsta í slúðrinu:

Liverpool hefur sent inn beiðni til Bayer Leverkusen um að fá að ræða við stjóra liðsins, Xabi Alonso, um að taka við af Jurgen Klopp. (Bild)

Tottenham stefnir á að kaupa kantmann í sumar og eru þeir Pedro Neto (23) hjá Wolves og Ebere Eze (25) hjá Crystal Palace efstir á óskalistanum. (Independent)

Manchester United mun taka ákvörðun um framtíð framherjans Mason Greenwood (22), sem er núna á láni hjá Getafe, eftir tímabilið. (Sun)

Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Diant Ramaj (22), markverði Ajax í Hollandi. (Bild)

Everton gæti boðið Dele Alli (27) nýjan samning þrátt fyrir að hann hafi ekki náð að beita sér lengi vegna meiðsla. (Express)

Son Heung-min (31) er ánægður hjá Tottenham og munu formlegar viðræður um nýjan samning hefjast fljótlega. (Football Insider)

Joan Laporta, forseti Barcelona, yrði ánægður ef Xavi myndi hætta við að hætta sem þjálfari liðsins. Xavi tilkynnti það nýverið að hann ætlaði sér að hætta eftir tímabilið. (Sport)

Liverpool ætlar að reyna að fá framherjann Bryan Mbeumo (24) á góðu verði ef Brentford fellur úr ensku úrvalsdeildinni. (Express)

Kantmaðurinn Rafael Leao (24) hefur verið orðaður við Barcelona en segist ekki geta yfirgefið AC Milan. (Sport)

Ítalski miðjumaðurinn Jorginho (32) gæti snúið aftur í ítölsku úrvalsdeildina þegar samningur hans við Arsenal rennur út í sumar. (Goal)

Deildin í Sádi-Arabíu er að horfa til leikmanna í ensku úrvalsdeildinni en líka til yngri leikmanna í Evrópu eins og Matias Soule (20) sem hefur verið að standa sig vel á láni hjá Frosinone frá Juventus. (ESPN)

Al Qadsiah í Sádi-Arabíu gerði Sergi Roberto (32), miðjumanni Barcelona, gott tilboð en hann vill frekar fara í MLS-deildina. (Mundo Deportivo)

Brighton mun fá metfé fyrir 14 ára gamlan leikmann eftir að Chelsea krækti í Shumaira Mheuka (16) en málið var leyst fyrir dómstólum. Kaupverðið var 4,25 milljónir punda en skiptin fóru í gegn árið 2022. (Football Insider)

Michael Edwards þyrfti að fá algjöra stjórn ef hann á að snúa aftur til Liverpool og því er líklegra að félagið reyni að fá Richard Hughes frá Bournemouth sem nýjan yfirmann fótboltamála. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner