Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 29. mars 2020 17:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Jarvis: Chelsea rétti staðurinn fyrir Rice
Declan Rice ásamt fyrirliða West Ham, Mark Noble.
Declan Rice ásamt fyrirliða West Ham, Mark Noble.
Mynd: Getty Images
Declan Rice, hinn ungi og efnilegi miðjumaður West Ham er oft orðaður við stærri félög á Englandi, hann hefur meðal annars verið orðaður við Manchester-liðin og nú síðast sterklega orðaður við Chelsea.

Matt Jarvis fyrrum leikmaður West Ham telur að Declan Rice myndi passa vel inn í lið Frank Lampard hjá Chelsea.

„Hann er mjög hæfileikaríkur ungur leikmaður sem á fast sæti í liði West Ham og spilar einnig fyrir þjóð sína, hann hefur sýnt hvað í honum býr og hefur heillt yfir gert mjög vel," sagði Jarvis.

„Hann mun vilja bæta sig meira og ná lengra, sá tíma mun koma að hann færi sig um set en hann verður sjálfur að fá það á tilfinninguna hvenær sé rétti tíminn til þess."

„Chelsea er félag á góðri braut með Frank Lampard við stjórnvölin, ungir leikmenn eru að fá tækifæri þar svo ég held að það væri góður kostur fyrir hann (Rice), þar myndi hann spila með öðrum ungum leikmönnum," sagði Matt Jarvis.
Athugasemdir
banner
banner
banner