Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 29. mars 2020 18:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
„Ógnvekjandi að hugsa til þess að Alexander-Arnold sé 21 árs"
Trent Alexander-Arnold
Trent Alexander-Arnold
Mynd: Getty Images
Glen Johnson sem lék í sex ár með Liverpool hlakkar til að fylgast með næstu skrefum Trent Alexander-Arnold á ferlinum.

„Ég held að það geri sér ekki allir grein fyrir því að Trent er aðeins 21 árs!”

„Hann á enn margt eftir ólært, hann verður bara betri og betri eftir því sem hann klæðist Liverpool treyjunni oftar, hann hefur hæfileikana til að fara í hóp með þeim bestu,” sagði Johnson.

„Það er eiginlega hálf ógnvekjandi að hugsa til þess hvað hann er ungur því hann hefur enn mikinn tíma til að bæta sig og ekki er það verra fyrir hann að spila með jafn traustum manni og Virgil van Dijk, að spila með honum mun bara hjálpa honum að ná enn lengra,” sagði Johnson að lokum um Alexander-Arnold.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner