Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mán 29. mars 2021 20:58
Victor Pálsson
Aguero skorað fleiri þrennur en margar goðsagnir til samans
Sergio Aguero mun kveðja lið Manchester City í sumar þegar samningur hans við félagið rennur út.

Þetta hefur ekki farið framhjá mörgum í kvöld en bæði Man City og Aguero staðfestu þessar fréttir.

Aguero hefur reynst bláliðum gríðarlega öflugur í gegnum tíðina síðan hann kom frá Atletico Madrid árið 2011.

Aguero hefur skorað 181 deildarmark í 271 leik og hefur unnið ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum á þessum tíu árum.

Það er ansi athyglisvert að skoða að Aguero hefur skorað fleiri þrennur í deildinni en margir frábærir leikmenn til samans.

TalkSport birti þessa tölfræði í kvöld en Aguero hefur samtals skorað 12 þrennur í deildinni sem er magnaður árangur.


Athugasemdir
banner
banner