Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 29. mars 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ef hann langar í medalíur þá verður hann að fara"
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Jermain Defoe, fyrrum sóknarmaður Tottenham, segir að sinn fyrrum liðsfélagi, Harry Kane, verði að yfirgefa félagið til að vinna stóra titla.

Margir hafa kallað eftir því að Kane yfirgefi Tottenham og fari í stórlið sem vinnur titla. Kane verður 28 ára gamall á árinu en hann hefur enn ekki unnið einn einasta titil á ferlinum.

Kane, sem er 28 ára, er á samning hjá Spurs til ársins 2024 en hann er að fara spila í úrslitaleik deildabikarins með Spurs gegn Manchester City í næsta mánuði.

Þar sem ekki er víst hvort Tottenham náði Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð, og að það teljist ólíklegt að liðið verði í baráttunni um sigur í ensku deildinni í náinni framtíð, þá þarf Kane að ákveða hvort hann verður áfram hjá uppeldisfélagi sínu eða leiti á önnur mið.

„Ef Harry Kane vill vinna titla, þá er útlit fyrir að hann þurfi að fara. Ég held að það verði ekki auðvelt fyrir hann að fara og hann gæti verið að hugsa um að verða markahæsti leikmaður í sögu félagsins," sagði Defoe við Talksport en hann spilar núna með Rangers í Skotlandi.

„Hann getur vonandi unnið titla en ef honum langar virkilega í medalíur þá verður hann að fara."
Athugasemdir
banner
banner
banner