mán 29. mars 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reglum um hendi breytt í íslenska boltanum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á fundi sínum 18. mars samþykkti stjórn KSÍ breytingar á knattspyrnulögunum sem taka gildi við upphaf Mjólkurbikars KSÍ, hvenær sem það svo verður.

Reglum um hendi hefur meðal annars verið breytt og er til dæmis ekki lengur refsivert ef boltinn fer óviljandi af hendi sóknarmanns til samherja og skapar þannig marktækifæri.

Þá segir jafnframt:

„Ekki skal meta sérhverja snertingu handar/handleggs við boltann sem leikbrot. Meta skal stöðu handar/handleggs leikmannsins í samhengi við hreyfingu líkama hans í hverju tilfelli fyrir sig."

Hægt er að lesa allt um reglubreytingar á vef KSÍ hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner