Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 29. mars 2021 23:15
Victor Pálsson
Shaw stefnir á EM en hrósar Chilwell í hástert
Mynd: Getty Images
Luke Shaw, varnarmaður Manchester United, stefnir að því að komast með enska landsliðinu á EM í sumar.

Shaw var nýlega valinn í landsliðshópinn á ný en hann hafði ekki verið valinn í rúmlega tvö ár eftir ansi erfitt gengi með félagsliði.

Ben Chilwell, bakvörður Chelsea, spilar í vinstri bakverði Englands en Shaw mun stefna að því að taka það sæti áður en flautað er til leiks á EM.

„Síðustu tvö árin hef ég fylgst með leikjunum og séð eftir því að hafa ekki nýtt tækifærin sem ég fékk," sagði Shaw.

„Ég er svo ánægður með að vera kominn aftur, jafnvel ef ég spila ekki ég vil bara vera hluti af hópnum."

„Ég myndi elska það að vera valinn á EM og ég held að allir enskir leikmenn myndu vilja það. Samkeppnin er mikil."

„Ben Chilwell spilaði leik á dögunum og var magnaður. Hann er mjög, mjög góður leikmaður og ég mun halda áfram að leggja mig fram."
Athugasemdir
banner
banner
banner