Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mán 29. mars 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu magnaða stoðsendingu Lauren Hemp
Kvenaboltinn
Manchester City vann nauman sigur gegn Reading í úrvalsdeild kvenna í Englandi í gær.

Það var Chloe Kelly sem skoraði sigurmarkið fyrir City þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Það var hin tvítuga Lauren Hemp sem á í rauninni að fá allt hrós fyrir markið. Hún lagði það upp með því að komast á ótrúlegan hátt í gegnum vörn Reading.

Gareth Taylor, þjálfari Man City, lýsti hlaupinu hjá Hemp sem töfrahlaupi og er engu logið með það.

Hægt er að sjá myndband af markinu hér að neðan.


Athugasemdir
banner