Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 29. mars 2023 15:46
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs um U19: Stórbrotinn árangur
Leikmenn U19 landsliðsins fagna.
Leikmenn U19 landsliðsins fagna.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Í fyrsta lagi til hamingju með þennan stórbrotna árangur. Ég held að margir geri sér ekki grein fyrir því hversu stórt þetta er," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, um það afrek U19 landsliðsins að komast í lokakeppni.

„England í sama aldursflokki hafði ekki tapað leik lengi og að vinna þennan riðil á svona sannfærandi hátt myndi ég segja að sé risastórt afrek fyrir þessa stráka."

Arnar fylgist vel með yngri landsliðum Íslands og segir að þarna séu leikmenn innanborðs sem verði bráðlega farnir að banka á dyr A-landsliðshópsins.

Hann nefnir þar sérstaklega Orra Stein Óskarsson, sóknarmann FCK, sem skoraði í öllum þremur leikjunum í milliriðlinum. „Orri er ekki eðlilega spennandi leikmaður," segir Arnar.

„U17 landsliðið gerði þrjú jafntefli (í sínum milliriðli). Í þessum yngri landsliðum er ekki gerð krafa á að allt byrjunarliðið nái að 'meika það' í A-landsliðinu. Það er markmiðið að þessir strákar endi þar en ef þú færð 2-3 úr hverjum árgangi til að sýna sig og sanna þá erum við að gera rosalega gott starf í þessum unglingafótbolta."

Lokamót EM U19 landsliða verður haldið á Möltu í júlí. Auk strákanna okkar og heimamanna taka Ítalía, Pólland, Portúgal, Noregur, Spánn og Grikkland þátt í lokakeppninni.

Arnar Gunnlaugsson var í hlaðvarpsviðtali við Fótbolta.net sem birtist bráðlega en þar er hitað upp fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner