Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 29. mars 2023 23:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
KR í kapphlaupi við tímann - Maggi Bö þarf að gera einhver undraverk
Maggi Bö að störfum
Maggi Bö að störfum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það eru tæpar tvær vikur í að Besta deildin hefjist en mörg lið eru í kapphlaupi við tímann að ná völlunum í stand fyrir átökin.


Eins og svo oft áður tekur það smá tíma eftir veturinn að koma grasinu í gott stand en KR leikurinn sinn fyrsta heimaleik í þriðju umferð þann 24. apríl þegar Víkingur kemur í heimsókn.

Fótbolti.net spurði Rúnar Kristinsson út í ástandið á vellinum á kynningarfundi Bestu deildarinnar í gær.

„Hann er freðinn eins og er. Við vonumst til að það fari að koma fleiri plús gráður næstu dagana og þá verður Maggi Bö að fara á fullt að reyna gera einhver undraverk," sagði Rúnar en Magnús Böðvarsson er vallarstjóri á Meistaravöllum.


Chopart og Theodór Elmar fyrirliðar KR - „Ofboðslega flottur leiðtogi"
Athugasemdir
banner
banner
banner