Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fös 29. mars 2024 15:50
Sölvi Haraldsson
Nik ósáttur við KSÍ: Sýndu skipulagsleysi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er ánægður með leikinn í heildina. Við vorum með gott leikskipulag í dag og gátum ekki notað alla okkar bestu leikmenn. Við vissum að við myndum ekki vera mikið með boltann og það var planið, að verjast vel og reyna að beita skyndisóknum, sem við gerðum frekar vel. Ég er líka ánægður með nokkra unga leikmenn eins og Edith sem var að spila sinn fyrsta meistaraflokksleik í dag.“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-1 tap í úrslitaleik Lengjubikarsins á Hlíðarenda. 


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Breiðablik

Leikurinn byrjaði afar vel fyrir Blika en eftir tæpar 25 mínútur fengu þær á sig tvö mörk á einni mínútu.

Við spiluðum okkur í svæði sem við þurftum ekki að gera. Sérstaklega þegar Valur er með leikmann eins og Kate. En frábær afgreiðsla hjá Amöndu. En við gáfum þeim færi sem við þurftum ekki að gera. En eftir það er ég ánægður með mína leikmenn.“

Eftir þessa mínútu þar sem Valsmenn fengu á sig tvö mörk er Nik heilt yfir sáttur með leik sinna leikmanna.

Við misstum ekki hausinn og héldum í skipulagið. Miðað við aðstæðurnar sem KSÍ setti okkur í með því að breyta leiktímanum er ég mjög ánægður.“

Breiðablik var einungis með tvo leikmenn á bekknum í dag en ákvörðun KSÍ að fresta leiknum á seinustu stundu hefur mikið með það að gera.

Úrslitaleikurinn átti upprunarlega að vera 27. mars en leiktímanum var ekki breytt fyrr en snemma í seinustu viku. Ég gaf nokkrum leikmönnum mínum páskafrí þessa helgi því þær hafa lagt mikið í fótboltann í vetur, þær eru ekki atvinnumenn þannig að fríin eru dýrmæt. Mér finnst gott að skipuleggja svona frí með góðum fyrirvara. KSÍ breytti leiktímanum á seinustu stundu. Það eru fjórar stelpur erlendis og ég ætla ekki að láta þær breyta fluginu og koma fyrr heim. Heiða náði samt að breyta sínu flugi sem betur fer og spilaði í dag. En ástæðan fyrir því að við vorum með tvo leikmenn á bekknum er því við vorum með þessa leikmenn fjarverandi og KSÍ voru mjög óskipulagðir.

Nik var þá spurður í kjölfarið hvort KSÍ hafi sýnt einhverj áhuga á að breyta leiktímanum aftur á þeim tíma sem hann átti að vera.

Þau bara gátu það ekki. Valur voru erlendis í æfingarferð og komu heim á laugardaginn þannig þær gátu ekki spilað fyrr en á mánudaginn, við spurðum hvort við gætum spilað eftir landsleikjagluggann en þá er Valur að spila meistari meistaranna, þannig ég skil það en ef KSÍ hafði sagt okkur til að byrja með að leikurinn væri á föstudaginn eða laugardaginn þá hefði það verið minnsta mál í heimi fyrir mig. Ég hefði þá bara ekki gefið þeim þetta frí. En samt sem áður fannst mér leikmennirnir sem spiluðu hér í dag standa sig frábærlega.

Nik er heilt yfir ánægður með veturinn og undirbúningstímabilið sem Blikaliðið hefur átt.

Ég er mjög sáttur. Ég er auðvitað að koma nýr inn með nýjar hugmyndir og pælingar og það hefur gengið mjög vel. Ég er mjög sáttur með leikmennina sem við höfum tekið inn og ungu leikmennina sem hafa stigið upp í vetur eins og Edith sem spilaði frábærlega í dag.“

Nik er þá einnig sáttur með það hvernig leikmennirnir hans hafa tekið þessum hugmyndum sem Nik hefur komið með inn í liðið.

Þær hafa allar verið mjög samtaka mér og teyminu í því sem við viljum gera. Þær eru staðráðnar í því að læra líka sem er gott.“ 

Það er mikil spenna hjá Nik fyrir komandi tímabili.

Ég er mjög spenntur. Þetta verður mjög skemmtilegt sumar fyrir mig og leikmennina. Auðvitað er alltaf einhver pressa á mér þar sem ég er nýkominn inn. En ég er mjög spenntur heilt yfir fyrir framhaldinu.“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, að lokum eftir 2-1 tap gegn Val á Hlíðarenda í úrlsitaleik Lengjubikarsins.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner