Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 29. apríl 2015 12:10
Magnús Már Einarsson
Stjóri Kára í stuttbuxum með sólhatt á hliðarlínunni
Steve Evans, stjóri Rotherham, er í skýjunum eftir að liðið sigraði Reading í Championship deildinni í gær og gulltryggði sæti sitt í deildinni.

Evans hafði lofað því fyrir leik að vera í sumarklæðnaði í lokaumferðinni gegn Leeds á laugardag ef að Kári Árnason og félagar í Rotherham væru búnir að tryggja sæti liðsins í deildinni.

Evans ætlar að standa við stóru orðin og vera í sandölum, stuttbuxum og með sólhatt og sólgleraugu ef áhorfendur Sky Sports hverja hann til þess að standa við stóru orðin.

„Ef ég fæ nægilega mörg skilaboð á Twitter frá stuðningsmönnum víða um land þá getur fólk hlegið af mér í stuttbuxum, stuttermabol, með sólhatt og í sandölum," sagði Evans.

„Ég verð þannig klæddur gegn Leeds á sunnudag. Ég lofa því. Ekki gleyma sólgleraugunum. Ég er með sérstök gleraugu klár."
Athugasemdir
banner
banner