Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 29. apríl 2021 13:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steve Dagskrá velja draumaliðin sín - „Megaviku Birkir"
Lið Villa. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Lið Villa. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Draumaliðsdeild Eyjabita
Lið Andra. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Lið Andra. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Draumaliðsdeild Eyjabita
Steve Dagskrá
Steve Dagskrá
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steve Dagskrá bræður, þeir Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson, hafa valið draumaliðin sín í Draumaliðsdeild Eyjabita. Steve Dagskrá er hlaðvarpsþáttur sem fjallar um fótbolta.

Opnunarleikur mótsins er annað kvöld og þarf að vera búinn að velja rúmum klukkutíma fyrir fyrsta leik.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Við byrjum á liði Villa. „Liðið heitir Steve Austanátt en ég fékk það nafn lánað frá hljómsveitinni Stroff hér um árið og er það nafn talsvert eldra en Steve Dagskrá," segir Villi.

„Uppleggið er einfalt. Ég valdi þá leikmenn sem munu skora mest í sinni stöðu í liðið. Við byrjum á Aroni Snæ sem er einhver mest solid markmaður deildarinnar, valið tekur tillit til varnarinnar sem stendur fyrir framan hann en mér skilst að Ásgeir Eyþórs ætli ekki að fá fleiri en 10 mörk á sig í sumar (í öllum keppnum). Fyrir framan eru síðan Megaviku Birkir, Karl Friðleifur og Davíð Örn Atla Hilmarsson. Þeir koma allir að 10 mörkum í sumar, lágmark. Ef það verður eitthvað múður kemur Rúnar Þór Sigurgeirsson, vonarstjanan suðurnesja inn."

„Miðjan er einföld en stútfull af gæðum. Þetta verður seasonið hans Adams Ægis. Daníel Finns er síðan minn maður í Leikni, ég er spenntur fyrir löppinni margrómuðu. Hinir eru síðan bara þekktar stærðir. Frammi eru svo menn sem ég þarf ekkert að rita neitt um. FH-ingar og markaskorarar. Stefan Alexander Ljubicic er á bekknum en verður fljótur að koma inn ef menn láta deigan síga. Viktor og Leó Reynis Leósonar eru síðan svokallaðir ‚jack in a box‘. Þeir gætu hæglega keyrt upp einhverja geðveiki í þessu liði. Næstir inn eru síðan restin af FH liðinu eins og hún leggur sig og Brynjar Ingi KA vél,"
segir Villi.

Þá er það lið Andra: „Liðið heitir eftir Suður Afríska sund meistaranum Fred Van DeKlerk sem gerði gott mót í Sundhöll Reykjavíkur hér um aldamótin."

„Kerfið: Draumadeildin býður ekki uppá Blikakerfið fræga 3-6-1 þannig ég neyðist til að notast við 3-4-3 til að byrja með."

„Sóknin: Steven Lennon bætir sig frá því í fyrra og hendir í 18 mörk slétt. Árni Vill á eftir að koma að c.a 30 mörkum þannig hann var aldrei spurning. Emil Atla á eftir að vera heill nánast allt tímabilið þannig hann er algjört bargain."

„Miðjan: Ég er ekkert að finna upp hjólið hér. Vel fimm sterka miðjumenn því eins og flestir þjálfarar kem ég til með að rótera leikkerfum í sumar. Jónatan hefur ekki mikið verið á skotæfingum en það er samt eitthvað sem segir mér að hann detti í gang. Viktor Karl verður Gundogan sumarsins og þess vegna ætla að ég að vera með á þeirri lest frá byrjun. Kristinn Freyr er bara of góður til að sleppa honum. Heimir Guðjóns veit það jafn vel og ég. Birnir Ingason á svo eftir að berjast um sæti í startinu við Ísak Snæ en Ísak sýndi okkur á dögunum að hann er ekki í þessu til að eignast vini."

„Vörnin. Grétar bróðir. Svo er það Guðmann en hann gengur þessa dagana undir nafninu Trevor Reznik og er það tilvitnun í suddalegt stand hans, þannig hann er að fara að eiga sitt besta tímabil til þessa. Birkir Már verður svo alltaf með bandið þegar það er megavika."

„Markið: Ég er ekkert að flækja þetta og rótera HK markmönnunum eins og það á við. Það svínvirkaði allavega í fyrra,"
segir Andri.




Sjá einnig:
Valgeir Valgeirs velur draumaliðið sitt
Oliver Stefáns velur draumaliðið sitt
Stefán Teitur velur draumaliðið sitt
Bjarni Mark velur draumaliðið sitt
Valgeir Lunddal velur draumaliðið sitt
Hörður Snævar velur draumaliðið sitt
Andri Fannar velur draumaliðið sitt
Hrafnkell Freyr velur draumaliðið sitt
Atli Viðar velur draumaliðið sitt
Aron Elís velur draumaliðið sitt
Daníel Leó velur draumaliðið sitt
Viðar Örn velur draumaliðið sitt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner