Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   þri 29. apríl 2025 22:00
Brynjar Ingi Erluson
Fram sækir annan markvörð frá Leikni (Staðfest)
Framarar eru búnir að finna markvörð
Framarar eru búnir að finna markvörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Framarar fundu markvörð undir lok félagaskiptagluggans og aftur leitaði félagið til Leiknis en Bjarki Arnaldarson er genginn í raðir Fram á láni og er kominn með leikheimild.

Ólafur Íshólm Ólafsson tilkynnti Frömurum á dögunum að hann vildi fara frá félaginu eftir að hann var settur á bekkinn gegn ÍBV og nokkrum dögum síðar samdi hann við Leikni.

Fram fór því strax í að leita að markverði í stað hans. Sigurður Hrannar Björnsson, formaður meistaraflokksráðs hjá Fram, ákvað að fá félagaskipti aftur í félagið — svona ef allt færi á versta veg —en Framarar náðu að finna lausn á vandamálinu.

Bjarki Arnaldarson er kominn á láni frá Leikni og verður hann annar markvörðurinn sem Fram sækir frá Leikni á síðasta árinu, en Viktor Freyr Sigurðsson kom til félagsins eftir síðasta tímabil og er nú orðinn aðalmarkvörður.

Bjarki, sem er fæddur árið 2003, varði mark Leiknismanna á undirbúningstímabilinu og spilaði báða leiki liðsins í Mjólkurbikarnum.

Hann er kominn með leikheimild og því klár í slaginn þegar Fram mætir Víkingi R. á mánudag.
Athugasemdir
banner
banner