Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 29. maí 2020 16:28
Elvar Geir Magnússon
Harley Willard í Víking Ó. (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík hefur fengið kantmanninn Harley Willard aftur í sínar raðir eftir stutt stopp hjá Fylki. Harley skrifaði undir tveggja ára samning við Víking í dag.

Harley líkaði lífið í Ólafsvík vel var er ekki að finna sig í höfuðborginni og er nú farinn aftur til Ólafsvíkur.

Hjá Víkingi Ó. skoraði hann 11 mörk í 22 leikjum í Inkasso-deildinni í fyrra en liðið hafnaði í fjórða sæti.

Í lok sumars var hann valinn í lið ársins af þjálfurum og fyrirliðum í deildinni. Hann gekk svo í raðir Fylkis í nóvember.

Harley er 22 ára Englendingur en hann var áður í akademíu Southampton.

Komnir:
Billy Stedman frá Englandi
Brynjar Atli Bragason frá Breiðabliki (lán)
Daníel Snorri Guðlaugsson frá Haukum
Indriði Áki Þorláksson frá Kára
Gonzalo Zamorano Leon frá ÍA
Kristófer Daði Kristjánsson frá Sindra
Vitor Vieira Thomas frá KF

Farnir:
Abdul Bangura í Sindra
Franko Lalic í Þrótt R.
Grétar Snær Gunnarsson í Fjölni
Guðmundur Magnússon í ÍBV (var á láni)
Martin Kuittinen*
Miha Vidmar til Slóveníu
Athugasemdir
banner
banner
banner