Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mán 29. maí 2023 18:20
Anton Freyr Jónsson
Byrjunarlið Víkings og Vals: Tryggvi Hrafn byrjar - Tvær breytingar hjá Víkingum
Adam Ægir Pálsson á bekkinn
Tryggvi Hrafn Haraldsson byrjar hjá Val
Tryggvi Hrafn Haraldsson byrjar hjá Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Núna klukkan 19:15 flautar Vilhjálmur Alvar Þórarinsson til leiks á Víkingsvelli þar sem Víkingur og Valur mætast í 9.umferð Bestu deildar karla. 

Um er að ræða stórleik umferðarinnar. Víkingar sitja á toppi deildarinnar taplausir á meðan Valsmenn sitja í því þriðja.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Valur

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga gerir tvær breytingar frá sigurleiknum gegn KA. Arnór Borg Guðjohnsen og Karl Friðleifur Gunnarsson koma inn í liðið. Matthías Vilhjálmsson og Gunnar Vatnhamar eru báðir utan hóps hjá Víkingum í dag en Matthías Vilhjálmsson er veikur og Gunnar Vatnhamar er meiddur.

Arnar Grétarsson þjálfari Vals gerir þrjár breytingar á liði sínu frá tapinu gegn Breiðablik í síðustu umferð. Tryggvi Hrafn Haraldsson, Guðmundur Andri Tryggvason og Hólmar Örn Eyjólfsson koma allir inn í liðið. Birkir Heimisson, Orri Hrafn Kjartansson og Adam Ægir Pálsson fá sér allir sæti á bekknum. 


Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
15. Arnór Borg Guðjohnsen
18. Birnir Snær Ingason
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f)

Byrjunarlið Valur:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Hlynur Freyr Karlsson
4. Elfar Freyr Helgason
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Guðmundur Andri Tryggvason
15. Hólmar Örn Eyjólfsson
22. Aron Jóhannsson
99. Andri Rúnar Bjarnason
Athugasemdir
banner