Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 29. maí 2023 17:36
Brynjar Ingi Erluson
Segir að Liverpool og Man Utd verði í titilbaráttunni á næsta tímabili
Jamie Carragher
Jamie Carragher
Mynd: Getty Images
Liverpool og Manchester United munu veita Manchester City samkeppni um titilinn á næsta tímabili en þetta segir sparkspekingurinn Jamie Carragher.

Manchester City stal titlinum á lokasprettinum þetta tímabilið en liðið hefur unnið fimm titla á síðustu sex árum.

Eina liðið sem hefur tekist að vinna titilinn þarna á milli er Liverpool en það gerði það sannfærandi tímabilið 2019-2020.

Á þessu tímabili spilaði Liverpool langt undir getur og hafnaði í 5. sæti deildarinnar en Manchester United fékk endurnýjun lífdaga undir Erik ten Hag.

Carragher er sannfærður um að þessi lið verði í titilbaráttunni á næsta tímabili.

„Ég held að það verði Liverpool og Manchester United. Liverpool er með stjóra sem hefur gert þetta áður. Það verða auðvitað að eiga sér stað svakalegar bætingar og við munum sjá þær. Það eru enn leikmenn þarna sem hafa unnið bæði úrvalsdeild og Meistaradeild þannig ég segi Liverpool og Man Utd,“ sagði Carragher.
Athugasemdir
banner