Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 29. júní 2022 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Axel Freyr aftur í Kórdrengi (Staðfest) - Gerði tveggja ára samning
Axel Freyr Harðarson er mættur aftur í Kórdrengi
Axel Freyr Harðarson er mættur aftur í Kórdrengi
Mynd: Heimasíða Kórdrengja
Axel Freyr Harðarson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Kórdrengi en hann kemur til félagsins frá Íslands- og bikarmeistaraliði Víkings.

Axel, sem er 23 ára gamall, var á láni hjá Kórdrengum á síðasta tímabili en snéri aftur í Víking eftir tímabilið.

Leikmaðurinn kom af bekknum í öllum sex leikjunum sem hann spilaði með Víkingum í Bestu deildinni í sumar og þá kom hann við sögu í tveimur leikjum í Mjólkurbikarnum.

Axel talaði um það fyrir tímabil að hann væri opinn fyrir því að ganga aftur í raðir Kórdrengja í leit að meiri spiltíma og nú er það orðið að veruleika.

Hann gerði í dag tveggja ára samning við Kórdrengi og verður því væntanlega kominn með leikheimild með liðið mætir Gróttu í Lengjudeildinni á föstudag. Kórdrengir sitja í 8. sæti með 10 stig.

Axel er framsækinn miðjumaður sem á 47 leiki og 10 mörk að baki í næst efstu deild. Hann hefur einnig spilað með Fram og Gróttu á ferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner