Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 29. júní 2022 19:56
Brynjar Ingi Erluson
Fonseca tekur við Lille (Staðfest)
Paulo Fonseca
Paulo Fonseca
Mynd: Getty Images
Paulo Fonseca er nýr þjálfari Lille í Frakklandi en hann var kynntur hjá félaginu í dag.

Jocelyn Gourvennec var látinn fara frá félaginu fyrr í þessum mánuði eftir að hafa stýrt liðinu í tíunda sæti á síðasta tímabili.

Nú er kominn nýr maður í brúnna en portúgalski þjálfarinn Paulo Fonseca gerði í dag tveggja ára samning við Lille.

Fonseca var síðast við stjórnvölin hjá Roma frá 2019 til 2021 en áður þjálfaði hann Shakhtar Donetsk, Pacos Ferreira og Porto við góðan orðstír.

Lille varð meistari á síðasta ári undir stjórn Christophe Galtier en hann yfirgaf félagið um sumarið og tók við Nice. Galtier er nú í viðræðum við Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain og má gera ráð fyrir að hann verði kynntur á næstu dögum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner