Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 29. júní 2022 18:55
Brynjar Ingi Erluson
Inter fær Lukaku á láni frá Chelsea (Staðfest)
Romelu Lukaku er búinn að skrifa undir hjá Inter
Romelu Lukaku er búinn að skrifa undir hjá Inter
Mynd: Inter
Belgíski framherjinn Romelu Lukaku er genginn í raðir Inter á láni frá Chelsea en þetta kemur fram í tilkynningu ítalska félagsins.

Þessi 29 ára gamli leikmaður var keyptur til Chelsea frá Inter á síðasta ári fyrir 97 milljónir punda.

Lukaku skoraði 15 mörk í 44 leikjum á síðasta tímabili en var reglulega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína og fór það svo að hann var inn og út úr liðinu síðustu mánuðina af tímabilinu.

Það var draumur Lukaku að snúa aftur til Chelsea en dvöl hans þar hefur verið vonbrigði.

Framherjinn vildi því snúa aftur til Inter og hófust viðræður í síðasta mánuði en félögin komust að samkomulagi um að hann yrði lánaður út þessa leiktíð og mun Inter greiða Chelsea tæpar 7 milljónir punda.

Inter staðfesti lánssamninginn í dag og er því Lukaku mættur aftur til Ítalíu.

Þessi tvö ár Lukaku hjá Inter voru líklega þau bestu á ferli hans en hann kom að 80 mörkum í 95 leikjum og vann ítölsku deildina undir stjórn Antonio Conte.


Athugasemdir
banner
banner