Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 29. júlí 2022 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að það hafi lagað mikið að fá Heimi inn
Guðjón Pétur Lýðsson.
Guðjón Pétur Lýðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Pétur Lýðsson gekk nýverið í raðir Grindavíkur frá ÍBV. Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í vikunni gegn Þór.

Álftnesingurinn gekk í raðir ÍBV frá Breiðabliki á síðasta ári og hjálpaði liðinu að komast upp í Bestu deildina. Í byrjun tímabilsins var Guðjón settur í frystinn hjá ÍBV eftir rifrildi við Hermann Hreiðarsson, þjálfara liðsins, í leik gegn ÍA.

Hann var utan hóps í næstu tveimur leikjum á eftir en var síðan á bekknum í leik liðsins gegn Víkingi um miðjan júní mánuð. Síðan þá kom hann þrisvar af bekknum en heilt yfir spilaði hann lítið. Hann mátti svo fara á gluggadeginum.

Í viðtali eftir leikinn gegn Þór var hann spurður út í sumarið með ÍBV, hvernig það hefði verið.

„Þetta byrjaði ekkert illa, þetta sumar. Við vorum að spila vel og vorum óheppnir í ófáum leikjum. Eins og gögnin segja þá vorum við að spila vel og skapa færi, en fá á okkur ódýr mörk og skora ekki úr færunum sem við vorum að fá," sagði Guðjón.

„Þetta horfir til betri vegar núna eftir að Heimir kom, það er búið að laga mikið."

Það má segja að þetta hafi verið smá skot á þjálfarann, Hemma Hreiðars, en þeir náðu ekki vel saman eins og fjallað hefur verið um.

Árangurinn er betri eftir að Heimir kom inn
Eyjamenn voru aðeins með þrjú stig eftir 8 umferðir en þá bættist Heimir Hallgrímsson við í þjálfarateymi félagsins sem ráðgjafi þjálfarans.

Í sex leikjum með Heimi á bekknum hefur ÍBV krækt í átta stig eða 1,3 stig að meðaltali í leik samanborið við 0,4 áður en Heimir kom inn í liðsstjórnina.

Heimi þarf ekki að kynna fyrir fótboltaáhugafólki en þessi mikli Eyjamaður er ástsælasti þjálfari landsins eftir árangur hans með íslenska landsliðið.

Sjá einnig:
Stigasöfnun ÍBV rúmlega þrefalt meiri með ráðgjafann Heimi á bekknum
Guðjón Pétur: Þjálfarinn vildi ekki nota mig
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner