Harvey Elliott, leikmaður Liverpool, telur að Lee Carsley sé tilbúinn að taka skrefið upp á við og taka við enska landsliðinu.
Carsley er í dag þjálfari enska U21 landsliðsins en hann hefur gert góða hluti með það lið.
Carsley er í dag þjálfari enska U21 landsliðsins en hann hefur gert góða hluti með það lið.
U21 lið Englands varð Evrópumeistari í fyrra en Elliott var hluti af því liði. Hann hefur notið þess að vinna með Carsley og telur hann tilbúinn að taka skrefið upp á við.
„Leeds er ótrúlegur stjóri og magnaður gæi. Hann er tilbúinn að taka skrefið upp."
„Ég hef frjálsræðið til að njóta fótboltans hjá honum. Mér finnst hann vera tilbúinn en þetta eru spurningar fyrir enska fótboltasambandið," segir Elliott.
Carsley er einn af þremur líklegustu í veðbönkum ásamt Graham Potter og Eddie Howe.
Athugasemdir